Í dag tókum við Ásdís áskorun móður minnar um að brölta upp á Esju. Við rúlluðum þrjú af stað úr Kópavoginum, náðum í eina göngukonu sem var staðsett niðri í miðbæ og nýttum við ferðina því líka til menningarfræðslu í garði Einars Jónssonar og röltum svo upp að Þristi á Esjunni. Við hefðum náttúrulega getað gengið yfir götuna og náð þannig í Þristinn en þá hefðu gönguskórnir verið fáránlegur viðbúnaður svo Esjan var það heillin.
Útsýni og umræður gáfu göngunni heljarinnar sjarma þó ferska loftið hafi vissulega líka staðið fyrir sínu. Gangan upp að Þristi var akkúrat mátuleg því um það leyti sem við komum niður var tekið að rökkva og tími kominn á aðra dagskrárliði.
2 ummæli:
ih hvor var det dog en dejlig tur, ikk'oss?
Det er vi helt engige om!
Skrifa ummæli