Eitt af áramótaheitum mínum var að lesa í það minnsta fimm klassísk verk bókmenntanna. Það fyrsta sem varð fyrir valinu var Alice's Adventures in Wonderland eftir Lewis Carrol, eða Lísa í Undralandi eins og við Íslendingar þekkjum söguna sem. Bókin kom fyrst út árið 1865 svo hún er vel komin til ára sinna en óvenju spræk miðað við aldur myndi ég segja. Ég hlustaði á söguna af hljóðbók og hlóð henni niður af vefnum LibriVox. Á þessum vef er hægt að hlaða niður miklu úrvali af klassískum verkum sem hafa verið lesin upp af sjálfboðaliðum.
Ég hlustaði á Lísu í göngutúrum um eyjuna og á leið í og úr vinnu. Ég skellti oft upp úr og brosti í kampinn enda margir skemmtilegir orðaleikir í sögunni og lesanda boðið að hlusta á órökrétt samtöl og sérkennilega dregnar ályktanir.
Sagan leið fyrir það að lesandinn (ég) er óvanur því að meðtaka bókmenntir á upplestrarformi. En það er ekki allt tekið út með sældinni, ég vil frekar hlusta á sögu í göngutúrunum og ná 80% af því sem fram fer en að sleppa því alfarið og jafnvel aldrei lesa söguna. Nú hef ég altént lesið þetta fræga verk og sé sannarlega ekkert eftir því. Kem eflaust til með að lesa hana aftur einn daginn, og þá upphátt af bók.
Hér eru síðan tvær af mörgum skemmtilegum tilvitnunum úr sögunni:
"Would you tell me, please, which way I ought to go from here?"
"That depends a good deal on where you want to get to," said the Cat.
"I don’t much care where--" said Alice.
"Then it doesn’t matter which way you go," said the Cat.
"--so long as I get SOMEWHERE," Alice added as an explanation.
"Oh, you’re sure to do that," said the Cat, "if you only walk long enough."
"Then you should say what you mean," the March Hare went on.
"I do," Alice hastily replied; "at least--at least I mean what I say--that's the same thing, you know."
"Not the same thing a bit!" said the Hatter. "You might just as well say that 'I see what I eat' is the same thing as 'I eat what I see'!"
"You might just as well say," added the March Hare, "that 'I like what I get' is the same thing as 'I get what I like'!"
"You might just as well say," added the Dormouse, who seemed to be talking in his sleep, "that 'I breathe when I sleep' is the same thing as 'I sleep when I breathe'!"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli