þriðjudagur, 13. mars 2012

Linsur og risanúðlur

Linsupasta með heilhveitirisanúðlum

Hér er ein gömul og góð uppskrift sem hefur fylgt mér síðustu sjö ár eða svo. Uppskriftina fékk ég frá Stellu mágkonu og er um að ræða afskaplega einfaldan og bragðgóðan rétt, en einnig næringarríkan.

1 laukur
3 gulrætur
1/2 kúrbítur
3 msk púðursykur
Oreganó
1 bolli ósoðnar grænar linsur

Linsurnar soðnar skv. leiðbeiningum á pakka. Laukurinn skorinn smátt og steiktur á pönnu í smá stund, smátt skornum gulrótum og hálfum smátt skornum kúrbít bætt við og steikt með við vægan hita í 5-7 mínútur. Þrjár teskeiðar af púðursykri og ein skvetta af oreganói eru steiktar með. Ég hef reyndar verið að nota hunang eða agave síróp undanfarið í staðinn fyrir strásykur eða púðursykur með góðum árangri.

Dós af heilum tómötum og dós af skornum krydduðum tómötum er bætt út í og látið malla. Saltað vel með maldon salti og piprað með pipar. Linsubaunirnar settar síðastar útí og látnar malla þar til þær eru heitar í gegn.

Frábært að bera fram með heilhveitipasta og hvítlauksbrauði, og já salati ef maður er svona á annað borð byrjaður :)

Engin ummæli: