föstudagur, 13. apríl 2012

Föstudagurinn þrettándi

Ég held svolítið upp á föstudaginn 13. Það hefur reyndar ekki alltaf verið þannig, ég átti til að mynda það í mér að vera svolítið hjátrúarfull á unglingsárunum, en það fór þó aldrei út í það að ég hefði illan bifur á deginum. Í það mesta fór ég varlegar á þeim degi en öðrum og ég er svo sem alveg hlynnt því enn í dag. Það veitir ekkert af einum föstum degi þar sem maður veitir umhverfi sínum og gjörðum meiri athygli en vant er.

Ég man að ég las fyrir margt löngu minningargrein ungs manns sem látist hafði í slysi. Þar höfðu vinir hans skrifað falleg orð um hann og minntust þess hve lífsglaður hann var. Þá hafði það verið hans hugmynd að halda alltaf upp á alla föstudaga sem þrettánda dag mánaðar bar uppá. Það gerði hann með því að kalla saman vinina og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Mér finnst þessi hugmynd brillíant. Hvernig væri til dæmis að hafa það fyrir reglu að bjóða alltaf heim í mat á þessum degi? Hann kemur ekki það oft upp að það sé vesen eða kvöð en nógu oft til að maður getur byggt eitthvað í kringum daginn. Salome, er þetta kannski dagurinn fyrir Súpuwomen Club? ;)

2 ummæli:

Augabragð sagði...

JÁ, virkilega skemmtileg hugmynd! Ég held að föstudagurinn 13. sé bara fullkominn dagur fyrir súpuklúbbinn okkar. En þú verður samt að flytja heim fyrst ;)
Ég var einmitt líka pínu hjátrúarfull þegar ég var yngri. Í dag á ég það samt ansi oft til að segja 7-9-13 þegar það á við. Þori ekki jinxa neinu!

ásdís maría sagði...

Nei, best að jinxa engu, þannig var ég líka hehe! Varð alltaf að brjóta saman fötin mín á kvöldin og leggja þau akkúrat svona á stólinn, því annars myndi eitthvað gerast - hugsanlegt að heimurinn myndi hrynja!

Varðandi það að flytja heim, working on it ;) Sjáum hvað úr verður...