fimmtudagur, 12. apríl 2012

Appelsínugul og fjólublá








Við fengum nýju jógamotturnar okkar í hús í gær. Baldur fékk appelsínugula, ég fékk fjólubláa (réttara væri orchid). Motturnar pöntuðum við frá Bandaríkjunum, frá Jade og eru þetta Jade Harmony mottur. Þær eru 100% náttúrulegar, úr gúmmí svo gripið í þeim er frábært.

Við tókum okkur dágóða stund í að strjúka mottunum, þefa af þeim og svona heilsa þeim almennilega, bjóða þær velkomnar til Lovund. Síðan, hægt og rólega, rúlluðum við þeim út og þá fylltist stofan af gúmmílykt.

Við biðum ekki boðanna heldur fórum strax að athafna okkur á mottunum. Fyrstu asönurnar sem notaðar voru til að vígja dýrgripina voru Happy Baby, skordýrið, vagg og velta og Shavasana, sem á íslensku er Líkið og er uppáhaldsasana allra alvöru jóga. Það er hin últimeit hvíldarstaða, þar sem maður liggur með hendur út með hliðum, lófar vísa upp og fætur út til hliða, mjaðmabreidd á milli. Svo bara að anda djúpt og reyna að sofna ekki!

Engin ummæli: