Það er viðeigandi að ég nefni þessa færslu eftir góðri kvikmynd því þessi færsla fjallar einmitt um hvað við erum búin að vera dugleg að horfa á kvikmyndir undanfarna tíu daga eða svo. Við erum að sjálfsögðu í foreldrafríi og fyrir vikið erum við eins og unglingarnir sem eru einir heima og fá að ráða dagskránni.
Við erum búin að sjá þessar myndir:
Adam (2009): Samband ríkrar pabbastelpu við ungan mann með Asperberg. Ágæt bara.
Bad Teacher (2011): Alveg voðaleg, voðaleg. Ekki sjá hana.
Bridesmaids (2011): Frábær, alveg frábær. Sjá hana!
Crazy, Stupid, Love. (2011): Frábær, alveg frábær. Sjá hana!
Derailed (2005): Clive Owen og Jennifer Anistion, need I say more?
Drive (2011): Ryan Gosling, need I say more? Hröð, flott og fersk.
Friends With Kids (2011): Skemmtileg og ljúf.
Gosford Park (2001): Ef þú fílar Downton Abbey eins mikið og ég þá er þetta mynd fyrir þig.
Life As We Know It (2010): Chick flick sem var betri en við var búist. Geta alveg mælt með henni í léttum tón.
Little Miss Sunshine (2006): Uppáhalds. Hands down ein af mínum uppáhaldsmyndum.
Murder By Numbers (2002): Góð glæpasaga.
One Day (2011): Rómantísk og ljúf, alveg nóg að sjá einu sinni þó sem útfærist eiginlega yfir í: þú lifir það af að sjá myndina aldrei.
The Lincoln Lawyer (2011): Lögfræði/glæpasaga, hörkufín.
The Town (2010): Byggð á bókinni The Prince of Thieves. Glæpir og ástir í meinum. Fær like frá mér.
(500) Days of Summer (2009): Amelie-leg og skemmtileg, falleg og frumleg.
Ég geri ráð fyrir að þetta séu síðustu forvöð fyrir okkur að taka svona hressilega kvikmyndaskorpu. Það er vissulega snjókoma úti og hefur ekki snjóað svona mikið í allan vetur, en vorið hlýtur að koma einhvern tímann, og þá hljóða lögmálin svo að maður verði að vera úti öllum stundum. Ekkert kvikmyndagláp segir sumarguðinn. Því er eins gott að nýta þessi síðustu forvöð og þjappa eins miklu inn og hægt er að koma fyrir.
Í beinu framhaldi af því: Ég veit ekki hvaða mynd verður fyrir valinu í kvöld en ég hugsa að valið standi á milli Blue Valentine og No Country for Old Men.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli