mánudagur, 28. maí 2012

Sunnudagur á mánudegi









Það er algjör sunnudagur hjá mér þennan annan dag Hvítasunnu. Það eru búnir að vera gestir hjá okkur alla Hvítasunnuhelgina, foreldrar og yngsta systir annars sambýlingsins. Mikið fjör og mikið um að vera. Í dag fæ ég loksins smá pásu, allir eru farnir út að sinna mikilvægum erindum: Petra og Lisa fóru í fjallgöngu með nesti og Baldur, Alexander, Eric og Johanna fóru að fiska.
Ég er hins vegar heima að drekka Lime Mint te frá Yogi Tea og skoða vintage kjóla og fallega liti og form á netinu. Svo bíður mín líka iitala bæklingur frá Finnlandi, ég er reyndar búin að blaða í gegnum hann einu sinni en það er ekki nóg, verð að gera það aftur.

Ég hef félagsskap af Edith Piaf og gulum fíflum, ekki amalegt það. Og kisan er á pallinum okkar, situr á uppáhaldsstaðnum sínum sem er við svalahurðina og horfir inn til mín.

Skilaboð frá Yogi Tea: The path is the destination.

Eftirmiðdagssnarl: Hrökkbrauð með norsk gräddost og kavíar, og eplasafi.

Staðreynd: Tveir mánuðir í dag í brottför frá Lovund.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hlakka til að hitta ykkur síðsumars!

ásdís maría sagði...

Það er alveg gagnkvæmt!