Ég held áfram að birta myndir af blómunum og gróðrinum á Lovund, allt tekið í einum löngum göngutúr *broskall*.
Og það er ekki vanþörf á smá blómamyndum nú þegar það er þriðji í þungskýjuðum. Ekki að ég vilji kvarta, dettur það ekki í hug enda væri það vanþakklæti fyrir annars ljómandi heiðskírt og sólríkt sumar. Ég er bara orðin svo góðu vön, við skulum segja það.
Ah, sumar og sól og blómin, yndislegt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli