Í tilefni enn eins blíðviðrisdags ákváðum við að efna til letilegs hagekos.
Hagekos; að hafa það notalegt í garðinum heima.
Við byrjuðum þó á því að fara í Fjarðarkaup og gera morguninnkaupin þar. Keyptum allskyns gotterí: flatbrauð, mexíkóska tofukæfa, engifer- og gulrótasafa, kókosjógúrt, sveitabita. Berjatínur líka, nauðsynlegar í ágústmánuði. Klikkuðum reyndar á grænum Hlunki, ég er búin að ætla mér að gæða mér á slíkum á sólardegi síðan sumarið 2010. Þetta hlýtur að nást einn daginn!
Við fengum okkur hádegismat á svölunum en færðum okkur svo niður í garð með bretónska teppið, bók og tónlist í spilaranum. Hlustuðum m.a. á Alinu Devecerski syngja Flytta På Dej, sumarlagið í ár!
Las í grasinu, Baldur fór í höfuðstöðu, ég tók vidjó, las meira. Mæltum okkur mót við Stellu og stelpurnar í sund og brunuðum upp í Breiðholtið. Fórum nokkrar ferðir í rennibrautunum og lékum í grasinu. Stelpurnar gerðu upphífingar og ég varð rauð á öxlunum í sterku norrænu sólinni.
Fórum síðan í skemmtilega búð sem Stella mælti með. Fundum ýmislegt nýtt og skemmtilegt. Baldur fann stóra krukku af króatísku Ajvar frá Podravka, ég fann calabrese til að setja út á pastað og feta með sólþurrkuðum tómötum.
Já, matvöruverslanir eru skemmtilegustu búðirnar, hands down. Og sumur færa bestu dagana, obvíöslí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli