fimmtudagur, 2. ágúst 2012

Álftanesið

Untitled

<3

Untitled

Untitled

Með attitute þessi

Töffarar að nóttu

Untitled

Eftir hjólatúrinn í gær fórum við bílandi niður í bæ til að fá okkur eina margarítu hjá vinum okkar á Devitos. Þvílíkt sem þeir baka góðar pítsur þar á bæ.

Við renndum svo suður í Garðabæ og fórum að versla í Hagkaup um kvöldið, bara af því að við gátum það. Erum að njóta alls þessa langa opnunartíma verslana í botn! Ég verslaði mér sumarskó og mínar fyrstu skinny jeans. Ég hef alveg átt þröngar gallabuxur áður en men oh men, þessar eru meira að segja þröngar um kálfana. Maður svona spreyjar þeim á og skrælir þær af. Einhvern tímann er allt fyrst. Svo var ekki verra að þær voru nánast gefins eða á 80% afslætti.

Þegar við vorum við það að renna í hlað heima kom svo gott lag í útvarpið, This Is the Life með Amy Macdonald, svo við ákváðum að rúnta aðeins á meðan lagið varði og þannig enduðum við upp á Álftanesi. Sólin var við það að setjast, kúrði sig við sjóndeildarhringinn með tilheyrandi sjónarspili. Stukkum út úr bílnum og tókum nokkrar myndir og keyrðum svo lengri leiðina heim. Hittum þá hestastóð sem við heilsuðum upp á og fóðruðum á safaríkum stráum. Sumir hestarnir voru þó trylltari til augnana en góðu hófi gegndi svo við sneru frá hugmyndinni að ríða berbakt inní sólarlagið og fórum bara heim í staðinn.

Engin ummæli: