fimmtudagur, 2. ágúst 2012

Ægisíðan

Ægisíðan

Untitled

Untitled

Við sjóinn

Hugleitt á steini

Frá Austurvelli slitum við okkur loks seinnipart dags og hjóluðum sem leið lá í sundlaug Vesturbæjar þar sem við fórum í pott og gufu.

Þegar við vorum böðuð, sápuð og þurr fórum við að stíma heim á leið og fórum sjávarsíðuna, nánar tiltekið í gegnum 107 Reykjavík og meðfram Ægisíðunni. Þar er þessi líka fíni hjólastígur í báðar áttir og sérstígur fyrir gangandi vegfarendur sem gerir hjólreiðarnar og útiveruna þeim mun betri.

Það er oft svo að það er algjör bongóblíða á Ægisíðunni. Ég býst oft við smá streng en svo oft hef ég hjólað þarna í algjörri stillu og hita að annað eins þekkist ekki hér á landi strauma og strengja.

Við stöldruðum aðeins við á einum strað því ég sá svo falleg strá til að mynda, og þá fór Baldur bara að hugleiða á steini eins og honum einum er lagið. Með sólina og hafið sér við hlið.

1 ummæli:

Augabragð sagði...

Yndislegt í Vesturbænum. Þarna skokka ég annan hvern dag og fæ aldrei leið :)