fimmtudagur, 2. ágúst 2012

Miðbærinn

Untitled

ígló

Untitled

Untitled

Laugarvegurinn

Njálsgata

Hallgrímskirkja

Untitled

Kaffi París

Untitled

Á Austurvelli

Við hjóluðum niður í miðbæ Reykjavíkur í gær í algjöru draumaveðri. Hjóluðum niður með sjónum úr Garðabænum, gegnum Kópavoginn, upp með Fossvogskirkjugarði, niður hjá Hlíðunum, í gegnum Klambratún og yfir að Hlemmi þar sem við stigum af reiðfákunum og teymdum.

Það var óvenjumikið fólk á ferðinni, sjálfsagt góða veðrið sem laðaði fólk út. Útsölur í fullum gangi í flestum verslunum og ferðamenn á hverju strái. Við kíktum sjálf í tvær búðir, hljóðfæraverslunina á Klapparstígnum þar sem Baldur kynnti sér gítar-úkúlele og svo heilsubúðina ofar í sömu götu. Þar splæstum við í 71% súkkulaði með engifer og ætlum að prófa það einhvern tímann við gott tækifæri.

Við röltum síðan frá Klapparstígnum niður Skólavörðustíg. Það munar miklu að geta gengið á götunum nú þegar búið er að loka hluta verslunargötunnar fyrir bílaumferð. Við skoðuðum að sjálfsögðu skærgræn reiðhjólin sem nú vísa umferð bíla burt frá Laugarvegi og Skólavörðustíg, mynduðum okkur meira að segja á þeim eins og alvöru túrhestar!

Við enduðum svo túrinn á Austurvelli með kaffi to go og appelsínusafa og skaraðist koma okkar þangað við hátíðlega innsetningu forseta í embætti. Ekki alveg okkar stíll að sækja slíka viðburði svo við reyndun að leiða hjá okkur ræðuna sem ómaði úr hátölurunum með því að virða fyrir okkur mannlífið og glugga í bækur. Og tókst bara ljómandi vel upp.

Engin ummæli: