miðvikudagur, 1. ágúst 2012

Kársnesið

Kársnesið

Untitled

Á Kársnesinu

Blómin í garðinum

Blómin í garðinum

Grasið

Laufið

Jarðarber

Eldar

Kryddaðir kartöflubátar

Ýsa í karrý

Kókos Pavlova

Úr Eskihlíðinni hjóluðum við sem leið lá upp í Garðabæ en tókum á okkur smá krók til að heimsækja gamlar og góðar slóðir: Kársnesið. Við hjóluðum semsé út Fossvogsmegin og horfðum yfir höfuð stokkanda og æðakolla yfir í Nauthólsvíkina.

Þegar við vorum komin Kópavogsmegin tókum við okkur smá pásu frá hjólunum til að tala við eldri mann (Baldur) og taka myndir af blómunum (Ásdís). Við heilsuðum einnig upp á grasbalann fyrir neðan Kallabrekku og rifjuðum upp gamla takta með því að fara í nokkur handahlaup.

Þegar við vorum komin í Garðabæinn lánaði Hulda mér 50 mm linsuna sína og stækkunargler og ég fór út í garð að experímenta. Vá hvað það var gaman! Verð að redda mér nýrri linsu sem allra fyrst, nýjar víddir ljósmyndunar að opnast upp á gátt.

Við elduðum síðan ýsu í karrý og kryddaða kartöflubáta á meðan pabbi og Hulda pökkuðu niður í gönguferð. Fyrst ég er nú komin til lands gnægtanna útbjó ég líka eina æðislega kókos Pavlovu. Uppskrift kemur síðar.

2 ummæli:

Augabragð sagði...

Fínar myndir og þú alltaf sæt og fín!

Ég hef einmitt lengi ætlað að prófa svona stækkunargler á 50 mm linsuna mína. Var eitthvað að grúska á netinu um daginn og lærði það að hægt sé að nýta þessa linsu enn betur með svona "stækkunarframlengingu".

ásdís maría sagði...

Já, ég sá eimitt svona stækkunarframlengingu um daginn þegar ég fékk vikulega ljósmyndafréttabréfið mitt :) En ég mæli alveg með svona stækkunargleri á 50 mm linsuna, ekkert smá gaman að komast svona nálægt viðfangsefninu.