miðvikudagur, 1. ágúst 2012

Eskihlíðin

Hittir litlu frænkurnar

Með Baldri frænda

Systur

Untitled

Untitled

Untitled

Untitled

Untitled

Við fórum í smá hjólatúr í gær, hjóluðum úr Garðabænum og yfir í Eskihlíðina til að heimsækja Stellu og Kristján og litlu frænkurnar. Það er óhætt að segja að það hafi orðið miklir fagnaðarfundir milli okkar allra enda langt um liðið síðan við hittum þau síðast.

Við settumst niður og fengum okkur snarl saman og þarna var m.a. karamellusnúður (!) og jarðarberja-kakómalt sem maður bara varð að prófa. Svo drógum við upp litla gjafapoka sem við færðum litlunum, enda svo ferlega gaman að gefa börnum gjafir. Kom í ljós að pennaveskið sem við gáfum Áslaugu hafði einmitt verið á óskalistanum. Við erum semsé með jafngóðan smekk!

Áður en við hjóluðum til baka vildi Þórdís fara í grettukeppni við myndavélina. Ég varð að hafa mig alla við að ná öllum svipbrigðunum, svo flink er hún í listinni að gretta sig.

1 ummæli:

Unknown sagði...

En skemmtilegar myndir! Það var frábært að fá ykkur í heimsókn, og þið eruð ýkt góðar í að gretta ykkur!