fimmtudagur, 3. janúar 2013

Gamlárskvöld og nýtt ár 2013

Gleðilegt nýtt ár 2013!

Við áttum yndisleg áramót með nokkrum fjölskyldumeðlimum, nánar tiltekið Pétri afa Baldurs, Ernu frænku Baldurs og Kunsang eiginmanni Ernu. Dóttir þeirra Stella var líka með í góða félagsskapnum.

Við elduðum ofnbakaðan saltfisk með hvítlauk og engifer í léttum tómatlegi og bárum fram með kartöflubátum. Erna og Kunsang útbjuggu dýrindis salat og sjálf sá ég um desertinn, sem ekki var af verri gerðinni því hann var hvorki meira né minna en kókos Pavlovan yndislega.

Að mat loknum kíktum við út á brennuna við Arnarnesvog. Það er orðið svo langt síðan ég kíkti síðast á brennu að ég var spennt eins og lítill krakki. Það var svolítið kalt á leiðinni út eftir en svo fóru augnhár og önnur andlitshár brátt að sviðna, eða svona næstum því! Bálið var nefnilega stórt, bjart og ansi heitt.

Við horfðum á Áramótaskaupið, fórum út og horfðum á flugeldana glæða himininn sínum litum á slaginu tólf, kysstumst og knúsuðumst og þökkuðum fyrir árið sem var að líða. Fórum svo sátt í háttinn seint og um síðir.

Myndirnar fá að lýsa stemmningunni!

Gamlárskvöld

Pavlova í eftirrétt

Mynd af mynd

Brenna í Garðabæ

Máninn hátt á himni skín

Untitled

Untitled

Hreindýr á flótta

Andlit í eldi

Eldstunga

Untitled

Untitled

Saman á áramótum

Untitled

Untitled

Untitled

Grænn hafflötur á nýju ári

Untitled

Engin ummæli: