Gallinn við að búa upp á hæð... liggur í viðhorfinu. Er það gott fyrir mig að ganga upp þessa aflíðandi en afskaplega löngu brekku eða fer það bara í taugarnar á mér?
Ég held það verði bara gaman.
Allavega fór ég með Baldri snemma í morgun og saman gengum við niður af hæðinni og niður í Elixia þar sem Baldur er núna að vinna sem einkaþjálfari. Á leiðinni til baka hitti ég svo mörg falleg blóm. Gleymdi alveg að pæla í löngu brekkunni eða sterkri sólinni. Var komin upp á topp áður en ég vissi af.
Hér er allt svo grænt! Og hér á ég núna heima. Heppin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli