föstudagur, 21. júní 2013

Åletjern

Untitled
 
Andamamma
 
Åletjern
 
Við vatnsflötinn
 
Åletjern
 
Biðukolla
 
Baldur og biðukollan
 
Það er ekki nóg með að við búum ofan á hæð, við skóginn, með hæðir Þelamerkur til útsýnis allt um kring, heldur búum við líka tett på Åletjern, eða Álatjörn.

Við röltum þangað síðdegis í gær, um villtan skóginn, ofan á trjárótum, yfir smásprænu. Hér er gróðurinn svo mikill að við búum svo að segja við rakastig hitabeltisins. Allavega lít ég í spegilinn þegar ég kem inn úr göngutúrum og spegilmyndin segir: Wow, hver er þetta? Hvenær fékkstu þér permanent Ásdís?

Þegar við komum að tjörninni var þar fyrir nokkurt margmenni heimamanna sem höfðu komið sér fyrir meðfram vatnsbakkanum og ýmist böðuðu sig í vatninu eða sólböðuðu sig á klettunum.

Baldur stakk sér út í á meðan ég tók myndir af bakkanum. Hafði ekki gert ráð fyrir að göngutúrinn myndi enda ofan í vatni og því ekki klædd til sunds eða baðs. Bara næst. Álatjörn er ekki að fara neitt og sumarið er ungt.

Engin ummæli: