miðvikudagur, 19. júní 2013

Til Skien!

Við erum komin til Skien!

Tókum þægilegt hádegisflug með Norwegian og vorum lent í Ósló seinnipartinn. Tókum síðan lest af brautarpallinum í Gardemoen hingað til Skien. Ég hef ögn af Sheldon í mér þegar kemur að lestum, mér finnst þær eitthvað svo heillandi fararmáti. Gæti hugsað mér að ferðast meira með lestum. Hei, heppilegt að ég sé flutt til Noregs!

Gerd, leigusalinn okkar, tók á móti okkur í Skien rétt fyrir miðnætti og skutlaði okkur upp í íbúðina sína, sem núna er okkar í bili. Afskaplega hugguleg íbúð, möbleruð, litrík og hlýleg. Hér fylgir líka bókasafn húsfreyjunnar með svo ekki komum við til með að láta okkur leiðast.

Gerd kvaddi okkur svo eftir að hafa sýnt okkur allt sem þarf að sýna - hún var að drífa sig til Úganda. Við aftur á móti fórum beint í háttinn, þreytt eftir landaflutningana miklu.

Í KEF
 
Á brautarpallinum í Gardemoen
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Lestin er komin, drífum okkur!
 
Í lestinni til Skien

Engin ummæli: