föstudagur, 8. nóvember 2013
Graskersostaterta
Það eru flottheit þennan föstudaginn: Graskersostaterta! Hún er algjört æði!
Þessa tertu þarf að baka daginn fyrir, og því er hún alveg kjörin ef maður ætlar að bjóða í mat eða veislu hvers konar.
Þessi uppskrift kemur frá henni Stephanie sem er með síðuna Joy of Baking.
HVAÐ
Botn:
150 g Graham eða Digestive kex
1 msk sykur
65 g bráðið smjör
Fylling:
450 g rjómaostur, við stofuhita
145 g ljós púðursykur
1/2 tsk kanill
1/4 tsk engifer
1/8 tsk kardimomma
1/8 tsk múskat
1/4 tsk salt
3 stór egg, við stofuhita
1 tsk vanilla
240 ml graskersmauk, heimagert eða úr dós (hér eru leiðbeiningar að heimagerðu mauki)
Krem:
240 ml sýrður rjómi, við stofuhita
1 tsk vanilla
50 g sykur
HVERNIG
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Byrjum á botninum. Smyrjið 20-24 sm smelluform. Myljið kexið (gott að nota lokaðan poka og beita gamla góða kökukeflinu á hann). Blandið saman kexinu, smjörinu og sykrinum. Þjappið kexblöndunni í formið (engir kantar) og bakið í 8-10 mín. Leyfið að kólna á meðan fyllingin er útbúin.
3. Á meðan botninn bakast má byrja á fyllingunni. Mikilvægt er að hráefnið sé við stofuhita! Þannig blandast það betur saman. Leggið rjómaostinn í góða skál og hrærið hann HÆGT í 2 mín. Með því að hræra ostinn hægt saman náum við að minnka loftið sem gengur inn í deigið.
4. Hrærið saman sykrinum, kryddum og salti í sérskál. Bætið svo sykurkryddblöndunni í smáum skömmtum útí rjómaostinn og haldið áfram að hræra hægt saman.
5. Bætið við einu eggi í einu og hrærið vel saman (ca 30 sekúndur fyrir hvert egg).
6. Bætið við vanillu og graskersmauki og hrærið rólega þangað til allt hefur blandast saman. Munið að skafa neðan úr hliðum skálarinnar og hræra því saman við.
7. Hálffyllið eldfast mót með heitu vatni og leggið það neðst í ofninn. Þetta gerum við til að trygga ostatertunni raka í bakstrinum.
8. Hellið deiginu yfir botninn. Bakið við 180°C í 30 mín, lækkið þá hitann niður í 160°C og bakið áfram í 10-20 mín. eða þar til kantarnir eru orðnir púffaðir en miðjan er en svolítið hlaupkennd (jiggly) þegar maður skekur formið.
9. Meðan tertan bakast í ofninum útbúum við kremið. Hrærið saman sýrða rjómanum, vanillunni og sykrinum. Smyrjið ofan á tertuna og bakið hana í 8 mín. í viðbót.
10. Þegar tertan kemur úr ofninum er mikilvægt að renna hníf meðfram köntunum til að losa þá frá forminu. Þegar tertan kólnar dregst massinn saman og með þessu komum við í veg fyrir að kantarnir rifni frá forminu.
11. Klæðið formið með álpappír, kælið tertuna og setjið svo í ísskáp yfir nótt.
Mmm, svo góð!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli