Ég átti erindi í höfuðstaðinn í gær. Varð að endurnýja vegabréfið mitt svo ég komist örugglega til Frakklands í apríl.
Ég tók rútuna snemma og gekk síðan frá aðalrútustöðinni eftir Karl Johans gate, löngu verslunargötunni í miðbæ Osló. Keypti sápu í Body Shop, fékk æðislega grænmetis-kókossúpu á grænmetisveitingastað sem heitir því háfleyga nafni
The Fragrance of the Heart. Sama konsept og Garðurinn á Klapparstíg, þ.e. fylgjendur Sri Chinmoy bjóða upp á geggjað grænmetisfæði.
Þegar ég var búin að afgreiða vegabréfsumsóknina og fá gamla vegabréfið gatað í spað rölti ég upp að konungshöllinni og sat þar í ró og makt innan um hina túristana. Las bókina hennar Cheryl Strayed,
Wild, sem ég mæli eindregið með.
Litlir, hugrakkir blómakollar höfðu stungist upp úr moldarbeðum í borginni og ég ásamt mörgum öðrum lá yfir þeim með myndavélinni. Litir! Blóm! Vor!
Á leiðinni til baka á aðalrútustöðina rölti ég aftur niður Karl Johans gate. Veðrið var dásamlegt og göngugatan var troðfull af vegfarendum, götusölum og tónlistarmönnum. Miðbærinn í Osló ómaði af harmónikku!
Ég verslaði mér smá fyrir rútuferðina heim og fékk þá að prófa sjálfsafgreiðslu í fyrsta sinn. Hafði alveg furðulega gaman af því.
Heilsaði síðan upp á túlípanana í blómabúðinni áður en ég hélt suður eftir.
Dómur: Osló kom skemmtilega á óvart. Auðvelt að rata, margt að sjá, konungshöll, góður mat og skemmtilegt veður.
Bíð eftir rútunni til Osló
Sporvagn!
Hæ Ganesha
Í gamalli lyftu, íslenska sendiráðið á 8. hæð
Sigríður Dúna fyrrum sendiherra í Noregi, kenndi mér í HÍ
Bein braut frá Karl Johans gate til konungshallarinnar
Góð bók, Wild jafnvel
Halló vor!
Heja Ísland!
Sjálfsafgreiðsla í Menu - så kjekt!
Halló blúmen!