sunnudagur, 29. júní 2014

Strawberry fields forever

Jarðarberjatínsla 2014
Gerd nágrannakona okkar og fyrrum leigusali bauð okkur með í jarðarberjatínslu í gær. Við slógumst með í för og sjáum ekki eftir því.

Gerd keyrði okkur að jarðarberjaakri sem er staðsettur einhversstaðar utan við Ulefoss, svona 45 mín. frá Skien. Fjölskyldan sem á akurinn notar ekkert eitur á plönturnar og manni er velkomið að koma með fötur og tína eins og mann lystir. Síðan viktar maður og borgar 35 krónur á kílóið. Eeeen! Maður fær líka að tína eins mikið upp í sig og maður vill meðan maður tínir. Win-win!

Þetta var stór akur með þúsundum plantna og hver planta svignaði af berjum. Núna er jarðarberjatíðin að líða undir lok og þá eru þau líka hvað sætust og rauðust. Ég er að segja ykkur það, þetta eru bestu ber sem ég hef fengið! Sólvermuð, safarík og sæt.

Ég setti saman smá myndband af deginu sem má sjá hér að ofan, og síðan eru nokkrar myndir sem fá að fljóta með.

Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Farlig katt Untitled

laugardagur, 28. júní 2014

Júnímyndir

Untitled

Baldur fann geitungabú á svölunum okkar. Hér er hann að undirbúa ferð til Mars.

Untitled 

Bananasmoothie og góð bók á Kindle. Hér sýnd: Longbourn eftir Jo Baker

Untitled 

Hulda skoraði á mig að birta hvunndagsmyndir á facebook. Hér er #1. Titill: Þvottur á snúru.

Untitled 

Hvunndagsmynd #2: Í göngutúr í sumarveðrinu.

Untitled 

Hvunndagsmynd #3: Besta kombóið = fersk jarðarber og ananas!Untitled 

Hvunndagsmynd #4: Ein af götunum í göngutúrnum mínum. Það er fallegt í Telemark.


Untitled

Ef bara ég væri vel að mér í blómaheitunum...

Untitled

Þetta hins vegar veit ég að eru bjúgaldin. Þau eru ávöxtur bananaplöntunnar.

Fuglar á syllunni

Fallegu meisurnar sem finnst gott að tylla sér á gluggasylluna okkar.