þriðjudagur, 30. september 2014

Tønsberg

Þó síðasti dagur septembermánaðar sé runninn upp lætur haustið enn eftir sér bíða. Veðrið og gróðurinn eru enn í síðsumargír.

Þetta síðsumar í Telemark er geisilega fallegt. Dagarnir eru flestir heiðskírir og lokka mann út. Nú þegar við erum komin á bíl höfum við uppgötvað að síðsumarið er líka fallegt í héruðunum í kring.

Við rúntuðum um Vestfold í gær og skoðuðum náttúruna með sínum trjám og ám. Stoppuðum líka stutt í Tønsberg og röltum um bryggjuna. Þar lá knörr við landfestar sem við skoðuðum forvitnum augum.

Tønsberg Tønsberg Tønsberg Tønsberg Tønsberg Tønsberg

Engin ummæli: