mánudagur, 8. ágúst 2005

Dönskunámskeið

Ég byrjaði í þriggja vikna dönskunámskeiði í dag sem er ætlað skiptinemum við Kaupmannahafnarháskóla. Ég tók metróið (M1) frá Nørreport Station að Islands Brygge og leitaði þar að byggingum 22-24 á Njalsgade 120. Ég rambaði inn í byggingu hugvísindadeildar en fann þar aðeins aðra týnda skiptinema. Saman tókst okkur að síðan að finna rétta staðinn sem var spölkorn frá. Þar skildu leiðir því ég sem manneskja með dönskunám að baki fór beint í stöðupróf á meðan þau hin, sem ég hafði verið samferða, fóru í byrjendahópinn.

Stöðuprófið samanstóð af skriftaræfingu og stuttu munnlegu prófi og að því loknu var ég skráð í einn af efri bekkjunum. Að kynningarfundi loknum söfnuðust síðan allir nemendurnir í sína bekki og komst ég þá að því að af tíu nemendum í mínum bekk voru fimm frá Þýskalandi og fimm frá Íslandi.

Nana, kennslukonan okkar, kynnti fyrir okkur helstu samræðufrösunum á dönsku og hvernig eigi að svara þeim. Það kom mér til dæmis á óvart að sjá hve mikið Danir nota sögnina gøre. Undir lok tímans leyfði Nana okkur síðan að spreyta okkur sjálf tvö og tvö. Du hedder Ásdís, ikke? Jo, det gør jeg.

Engin ummæli: