þriðjudagur, 16. nóvember 2004

Norrænt maraþon

Í gærkvöldi fórum við í bíó. Við sáum myndirnar (já í fleirtölu) Kopps og Mors Elling. Þær voru báðar fyndnar en hvor á sinn á hátt. Ekki ætla ég að eyða fleiri orðum í þær hér og hvet fólk að horfa á þær frekar en að lesa um þær.

Í dag á Jónas Hallgrímsson afmæli og svo merkilega vill til að dagur íslenskrar tungu er líka í dag (döh). Að allt öðru. Ég var að gera uppgötvun sem gæti sparað samfélögum víða um heim mikla peninga, gæti líka skýrt eitthvað af þessum gróðurhúsaáhrifum. Eins og glöggir lesendur hafa vafalaust tekið eftir þá hefur þetta hvíta sem er úti alltaf horfið þegar ég minnist á það hér á blogginu, ég nefni það ekki núna því ég vil hafa það áfram.

Kenning mín er sú að ef fólk bloggar bara um þetta þá má sleppa nagladekkjum og mokstri. Einnig hef ég lesið að Norðurskautið og Grænlandsjökull minnki hratt og hvet ég því alla sem þar búa að hætta að blogga um þetta hvíta þó þeir eigi nóg af því.

föstudagur, 12. nóvember 2004

Vííííííí aftur!

Nú er kominn snjór aftur, vei. Eftir að ég sendi síðasta blogg frá mér þá bráðnaði fölið bara strax :( En nú er það komið aftur, sjálflýsandi og fínt. Í gær kláraði ég bókina um Pí og mikið voðalega þótti mér hún góð. Alveg þrælmögnuð.

Í morgun fórum við að lyfta. Mikið rosalega er gaman að taka vel á því. Það er reyndar skylda okkar mannfólksins að efla skrokkinn eins og vinur minn George Hackenschmidt sagði í bók sinni The way to live. Ástæðan er sú að heilbrigður líkami er eitthvað sem helst mjög í hendur við það að vera sterkur. Annars skora ég á alla að lesa a.m.k. valda kafla úr þessari einstöku bók.

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Vííííííí!

Það er kominn snjór :) Þetta er að vísu bara smá föl en það lýsir aðeins upp. Jájá sjálflýsandi snjór, tíhí.

Ég er um þessar mundir að lesa Söguna af Pí og skemmti mér konunglega. Ég er að vísu ekki alveg búinn með'ana en mæli með hverri einustu síðu sem ég hef lesið hingað til. Ég held hún henti bæði þeim sem ætla að lesa bók og hinum sem ætla ekki að lesa bók.