Í boði voru nýbakaðar brauðbollur með smjöri og havarti, alíslenskar pönnsur með bláberjasultu og rjóma, gos, kaffi og vínber og síðast en ekki síst ofhlaðin súkkulaðiterta með kertum, Dannebrog og hlaupi. Íbúðin var svo skreytt með blöðru- og rósarbúntum, nammiskálum og sólskini.
Að venju þegar þessi hópur kemur saman var mikið skrafað, mikið hlegið, mikið borðað og mikið djókað. Dónalegir brandarar voru lesnir upp úr karlablöðum og ég, alsaklaus manneskjan, gerð ábyrg fyrir þeim, afmælisbarnið stökk í fangið á einum afmælisgestanna en yngsti gesturinn lét ekki raska ró sinni og lagði sig upp í rúmi.
Til hamingju með 27 árin elsku Baldur!
Plön um að ofhlaða súkkulaðikökuna
Beðið með óþreyju eftir kertablæstri
Engin ummæli:
Skrifa ummæli