laugardagur, 29. júní 2013

Í Gulset

Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
I Gulset
 
Untitled
 
Untitled
 
Fórum í kvöldgöngu um næsta nágrenni okkar hér í Gulset. Kvöldgangan sá mér fyrir nýjum blóma-mótífum. Fæ ekki nóg af þeim.
 
Hér eru húsin hver öðru fallegri og við gerum ekki annað en að hnippa í hvort annað, benda og segja: En sjáðu þetta! En sjáðu þetta!
 
Svo hnippum við líka í hvort annað þegar við sjáum kisulóru. Þær eru margar hér um slóðir og vilja flestar láta klappa sér.

föstudagur, 28. júní 2013

Kassapartý

Brettin komin til landsins
 
Kassar út um allt
 
Dótið komið
 
Kassar út um allt
 
Kassar út um allt
 
Kassar út um allt
 
Kassar út um allt
 
Dótið okkar er komið í hús!

Það kom í hús fyrir þremur dögum og við erum enn að jafna okkur eftir kassaburðinn, sem stóð yfir í marga tíma. Við búum upp á 3. hæð, btw.

Jeminn, af hverju á maður svona mikið dót? Marblettur (bendi á upphandleggi), marblettur (bendi á ofanverð læri), harðsperrur, harðsperrur, harðsperrur, harðsperrur! (veifa höndum veiklulega, þær er út um allt!).

Risastóri vörubíllinn, sem kom fagnandi með kassana okkar, kom akandi alla leiðina frá Varberg í Svíþjóð. Bílstjórinn, hann Hüseyin frá Tyrklandi, var svo indæll að hjálpa okkur að afferma bílinn en það er að hans sögn ekki í verkahring bílstjóranna. Hann var bara að vera næs því honum langaði að vera næs við okkur. Heppin við.

(Svolítið sérstakt fyrirkomulag, finnst mér, sérstaklega þegar Samskip sendu bíl sem ekki er með lyftu aftaná. Urðum að ná í kassana úr rúmlega metershæð.)

Buðum Hüseyin upp í kaffi og kirsuber eftir affermingu og það var þá sem hann kenndi okkur að brugga te úr stilkum kirsuberjanna. Svo gott fyrir nýrun, sagð' ann og saup á kaffinu. Nú er söfnun á kirsuberjastilkum hafin af alvöru á þessu heimili.
 
Íbúðin, sem fyrir bara nokkrum dögum var svo snotur og viðráðanleg, er núna orðin að einu standandi kassapartýi. Það er svo gaman hjá þeim að þeir velta sér hér um öll gólf og ef eitthvað er, þá eru þeir farnir að fjölga sér. Þetta er, eins og þeir segja, alvöru partý.
 
Erum að vinna í því að taka upp úr eldhúskössunum. Pökkuðum nefnilega ógrynni af linsum, baunum, hýðisgrjónum, hnetum, fræjum og öðrum lúxusvarningi og erum í óðaönn við að pakka þessu ofan í eldhúsinnréttinguna. Við getum bara opnað verslun ef kassarnir halda áfram að gefa svona vel af sér.

Hins vegar sé ég strax að við flöskuðum alveg á harðfiskinum. Verðum að treina okkur þessi fáu flök sem fengu að fljóta með. Ó well.

mánudagur, 24. júní 2013

Gjafir jarðar

Untitled
 
Untitled
 
Morgunmatur

 Sumarið er tíminn... fyrir ávexti og ber.
 
Ferskjur og apríkósur, berin blá og berin rauð, vatnsmelónur, kantalópur, hungansmelónur.
 
Gjafir jarðar, bestu gjafirnar, ikke sant?

sunnudagur, 23. júní 2013

Á svölunum

Untitled
 
Af svölunum
 
Coffee, Tea? Or me?
 
Untitled

 
Útsýnið af svölunum: Grænt
 
Hitinn á svölunum: Sumar
 
Besta lagið á svölunum: Kurrið í skógardúfunum
 
Besti staðurinn á svölunum: Rómverski legubekkurinn
 
Uppáhaldsiðjan á svölunum: Sitja og horfa

laugardagur, 22. júní 2013

Berjalíf

Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Með lífið í lúkunum
 
Untitled
 
Hindberjafingur upp til Guðs
 
Kirsuber, hindber, bláber, jarðarber....

Það er berjalífið þetta sumarið.

Og það er sól þetta sumarið.

Hefurðu séð sól berja sultu?

föstudagur, 21. júní 2013

Åletjern

Untitled
 
Andamamma
 
Åletjern
 
Við vatnsflötinn
 
Åletjern
 
Biðukolla
 
Baldur og biðukollan
 
Það er ekki nóg með að við búum ofan á hæð, við skóginn, með hæðir Þelamerkur til útsýnis allt um kring, heldur búum við líka tett på Åletjern, eða Álatjörn.

Við röltum þangað síðdegis í gær, um villtan skóginn, ofan á trjárótum, yfir smásprænu. Hér er gróðurinn svo mikill að við búum svo að segja við rakastig hitabeltisins. Allavega lít ég í spegilinn þegar ég kem inn úr göngutúrum og spegilmyndin segir: Wow, hver er þetta? Hvenær fékkstu þér permanent Ásdís?

Þegar við komum að tjörninni var þar fyrir nokkurt margmenni heimamanna sem höfðu komið sér fyrir meðfram vatnsbakkanum og ýmist böðuðu sig í vatninu eða sólböðuðu sig á klettunum.

Baldur stakk sér út í á meðan ég tók myndir af bakkanum. Hafði ekki gert ráð fyrir að göngutúrinn myndi enda ofan í vatni og því ekki klædd til sunds eða baðs. Bara næst. Álatjörn er ekki að fara neitt og sumarið er ungt.

fimmtudagur, 20. júní 2013

Blómin í bænum

Við búum í hverfi sem heitir Gulset hér í Skien. Gulset er upp á ás og gatan sem við búum við heitir einmitt Stigeråsen. Kosturinn við að búa upp á hæð er útsýnið, en héðan sjáum við í fleiri-fleiri hlíðar sem umlykja miðbæinn, allar skógi vaxnar upp á topp, og þar sem einni hæð líkur tekur önnur við í fjarskanum.

Gallinn við að búa upp á hæð... liggur í viðhorfinu. Er það gott fyrir mig að ganga upp þessa aflíðandi en afskaplega löngu brekku eða fer það bara í taugarnar á mér?

Ég held það verði bara gaman.

Allavega fór ég með Baldri snemma í morgun og saman gengum við niður af hæðinni og niður í Elixia þar sem Baldur er núna að vinna sem einkaþjálfari. Á leiðinni til baka hitti ég svo mörg falleg blóm. Gleymdi alveg að pæla í löngu brekkunni eða sterkri sólinni. Var komin upp á topp áður en ég vissi af.

Hér er allt svo grænt! Og hér á ég núna heima. Heppin.

Falkum hverfið
 
Í Falkum
 
Blómin í bænum
 
Untitled
 
Untitled
 
'
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled

Jógaherbergið

Nei vá, sjáið hvað við fengum!

Nýtt jógaherbergi! Með morgunbirtu og öllu. Og grænni plöntu til að gera jógað grænna.

Appelsíngula birtan sem lýsir upp herbergið er eins og sjálf uppljómunin (eða af hverju skildu sadúarnir annars allir ganga í appelsínugulum kirtlum - þeir sem á annað borð eru klæddir og ekki bara berrassaðir?)

Geri einmitt fastlega ráð fyrir að ná henni (þ.e. uppljómuninni) hér í þessu herbergi, á þessari mottu, á næstu dögum jafnvel.

Engin pressa samt. Bara dóla mér.

Nýja jógaherbergið

miðvikudagur, 19. júní 2013

Til Skien!

Við erum komin til Skien!

Tókum þægilegt hádegisflug með Norwegian og vorum lent í Ósló seinnipartinn. Tókum síðan lest af brautarpallinum í Gardemoen hingað til Skien. Ég hef ögn af Sheldon í mér þegar kemur að lestum, mér finnst þær eitthvað svo heillandi fararmáti. Gæti hugsað mér að ferðast meira með lestum. Hei, heppilegt að ég sé flutt til Noregs!

Gerd, leigusalinn okkar, tók á móti okkur í Skien rétt fyrir miðnætti og skutlaði okkur upp í íbúðina sína, sem núna er okkar í bili. Afskaplega hugguleg íbúð, möbleruð, litrík og hlýleg. Hér fylgir líka bókasafn húsfreyjunnar með svo ekki komum við til með að láta okkur leiðast.

Gerd kvaddi okkur svo eftir að hafa sýnt okkur allt sem þarf að sýna - hún var að drífa sig til Úganda. Við aftur á móti fórum beint í háttinn, þreytt eftir landaflutningana miklu.

Í KEF
 
Á brautarpallinum í Gardemoen
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Lestin er komin, drífum okkur!
 
Í lestinni til Skien