þriðjudagur, 30. desember 2014

Jólin heima

Jólin

Við vörðum jólunum heima að þessu sinni, í faðmi fjölskyldunnar. Landið var komið í hátíðarbúning þegar við lentum, snjónum hafði kyngt niður dagana á undan svo úr varð algjört winter wonderland.

Í jólafríinu kíktum við á tónleika í Norræna húsinu og á jólatónleika Langholtskirkju þar sem við hlustuðum á Eivöru syngja. Við hjuggum meira að segja niður okkar eigið jólatré í Heiðmörk og skreyttum eftir kúnstarinnar reglum. Á Þorláksmessu kíktum við á Laugaveginn, á aðfangadag borðuðum við vel og  á jóladag fögnuðum við afmælisdegi mínum.

Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima Jólin heima

laugardagur, 1. nóvember 2014

Nýja heimilið standsett

Nú er loks að komast einhver mynd á nýja heimilið í Stigeråsen. Eftir þrjár ferðir í IKEA í Osló og nokkrar í Jysk, marga tíma af því að skrúfa og hamra saman erum við nú komin með kommóðu inn í svefnherbergi og aðra inn í forstofu, skenk inn í eldhús og sex bókahillur inn í stofu.

Mesta tilhlökkunarefnið var að raða í bókahillurnar. Bókakassarnir hafa nefnilega ekki verið opnaðir í fjögur ár, eða síðan haustið 2010 þegar við pökkuðum niður Hraunbrautinni og fórum til Indlands. Það var eins og að hitta gamla vini að ljúka upp þessum kössum.

Nú getum maður með góðri samvisku haldið áfram að glápa á uppáhaldsþættina þessa dagana: Scott & Bailey og Happy Valley!

Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled

sunnudagur, 12. október 2014

Haustlitirnir á Gulset

Haustið er byrjað að læða sér inn í runna og trjákrónur hér á Gulset.

Haust á Gulset Haust á Gulset Haust á Gulset Haust á Gulset Haust á GulsetHaust á Gulset

þriðjudagur, 30. september 2014

Tønsberg

Þó síðasti dagur septembermánaðar sé runninn upp lætur haustið enn eftir sér bíða. Veðrið og gróðurinn eru enn í síðsumargír.

Þetta síðsumar í Telemark er geisilega fallegt. Dagarnir eru flestir heiðskírir og lokka mann út. Nú þegar við erum komin á bíl höfum við uppgötvað að síðsumarið er líka fallegt í héruðunum í kring.

Við rúntuðum um Vestfold í gær og skoðuðum náttúruna með sínum trjám og ám. Stoppuðum líka stutt í Tønsberg og röltum um bryggjuna. Þar lá knörr við landfestar sem við skoðuðum forvitnum augum.

Tønsberg Tønsberg Tønsberg Tønsberg Tønsberg Tønsberg

þriðjudagur, 23. september 2014

Epli og kartöflur frá bóndanum í Gvarv

Við fórum í bíltúr til Bø í gær. Á leiðinni áðum við hjá eplabónda í Gvarv sem selur epli og eplamost auk ýmssa tegunda kartafla.

Eftir að hafa smakkað ólíkar gerðir af eplum og prófað ólíka safa keyptum við tíu kílóa sekk af flottum kartöflum, einn kassa af eplum og tvær fernur af besta eplasafanum.
  Epli og kartöflur í BøEpli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í Bø Epli og kartöflur í BøEpli og kartöflur í BøEpli og kartöflur í Bø

sunnudagur, 21. september 2014

Kragerø

Ásgeir vinur okkar kíkti í heimsókn til okkar í nokkra daga og saman fórum við að skoða Kragerø, sumardvalastað sem margir Norðmenn heimsækja í fríinu sínu.

Að vísu var ekki mikið sumarveður í lofti, og allir innlendir ferðamenn löngu farnir heim, en við höfðu engu að síður gaman af að ganga um bæinn og ímynda okkur hann fullan af sumarklæddu fólki með ís í hönd.

Timburhúsin eru skemmtilega litrík og nálægðin við sjó og höfn færir bænum enn frekari sjarma.

Kragerø Kragerø Kragerø Kragerø Kragerø