sunnudagur, 27. janúar 2013

Snjór yfir öllu

Við fórum í gær í göngutúr út í Fossvogskirkjugarð til að heilsa upp á snjóinn. Þar barði Baldur runnana sundur og saman, sagðist vera að losa þá undan þunga snjóssins. Í miðjum hamaganginum fann hann hreiður frá síðasta sumri.

Hreiður í snjó; eitt fyrirbærið tilheyrir hlýju árstíðinni og hitt þeirri köldu.

Snjórinn við Öskjuhlíðina
 
Barrnálar
 
Untitled
 
Untitled
 
Snjóþunginn barinn af greinum
 
Kirkjugarðurinn
 
Hreiður í snjónum
 
Vindurinn að búa til snjóbolta

miðvikudagur, 16. janúar 2013

Nýársheit 2013

Í fyrra voru nýársheitin tólf talsins - verða þau þá ekki að vera þrettán í ár? Ég held það!

Hér kemur listinn, tada!:
  1. Lesa fimm klassísk verk veraldarsögunnar
  2. Lesa skáldverk allavega fimm íslenskra höfunda sem ég hef aldrei lesið áður
  3. Læra að elda franskar bökur
  4. Verða flinkari í að útbúa matmikil salöt og undir þetta fellur: finna æðislega uppskrift að Salad Nicoise og taboule
  5. Skrifa þakklætisdagbók
  6. Útbúa dreamboard
  7. Bakstur: baka rauða flaujelsköku og key lime pie
  8. Læra að búa til gnocchi
  9. Þjálfa mig í portrait myndatökum
  10. Læra á ný forrit fyrir ljósmyndavinnslu
  11. Byrja á A Course in Miracles
  12. Heimsækja eitt nýtt land á árinu
  13. Hlúa vel að öllum átta öngum jóga
Endurtekið efni sem ég ætla að hafa á bak við eyrað:
  • Prjóna á sjálfa mig lopapeysu
  • Blogga reglulega
  • Kaupa myndbandsupptökuvél og safapressu
  • Skrifa bók
Þessi listi er að sjálfsögðu settur fram af ákveðinni léttúð. Ég hef  hug á að ná þessum markmiðum en á sama tíma set ég mig ekki í skrúfstykki. Hins vegar verð ég að viðurkenna að hingað á hnotskurnina hef ég aðeins sett brotabrot af þeim nýársheitum sem ég hef sett mér. Nú, hvað meina ég með því? Jú, ég hef skrifað niður í bók ein 101 nýársheit fyrir árið! Besta að fara til að halda á þessum spöðum svo vel sé.

miðvikudagur, 9. janúar 2013

Jólin að klárast

Þá er þrettándinn liðinn og jólin þar með formlega liðin undir lok. Venjulega verð ég döpur við þetta tilefni en núna finn ég ekki til þess. Það er kannski af því maður er farinn að venjast jólahaldinu svo vel og veit að það þarf að taka enda. Af hverju eru jólin ekki sérhvern dag? Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, söng HLH flokkurinn með Siggu Beinteins og þau höfðu rétt fyrir sér.

En kannski er ég óvenjubrött af því það eru spennandi tímar framundan. Við Baldur erum nefnilega bæði að fara að kenna jóga upp í Yoga Shala hennar Ingibjargar! Er með smá kvíðahnút í maganum og er þessa dagana að æfa upphafs- og lokamöntruna:

Vande gurunam!
Lokah samastah!

Ég verð að kenna ashtanga 1 jóga á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:30-17:40, og Baldur kennir föstudagskvöldtímana kl. 18:50-20:00.

Snjókoma!
 
Untitled
 
IMG_7569
 
IMG_7583
 
IMG_7587

laugardagur, 5. janúar 2013

Uppgjör við nýársheitin 2012

Þá er kominn tími til að líta yfir farinn veg og sjá hverju maður áorkaði af þessum tólf nýársheitum sem maður setti sér snemma þessa árs. Það væri víst til lítils að setja sér þessi markmið ef maður ekki gerði upp árið.

Í heildina litið er ég sátt. Það er reyndar ýmislegt sem ég náði ekki að afreka en ég veit alltént að ég gerði mitt besta og það var ýmsilegt sem ég náði í gegn sem hugsanlega hefði ekkert orðið af ef ekki hefðu komið til nýársheitin.

Svona lítur þetta þá út:

Prjóna á sjálfa mig lopapeysu: Nei. Náði að kaupa uppskrift, garn og fá lánaða prjóna og prjóna prufu til að athuga prjónafestu en lengra komst ég ekki. En ég prjónaði sokkar, muniði?

Ganga Laugaveginn: Þetta náðist ekki. Bara seinna þá. Veður Laugavegurinn annars ekki opinn næsta sumar?

Blogga reglulegar en ég hef gert síðustu ár, helst vikulega yfir vetrarmánuðina: Tékk! Auðvitað er þetta áframhaldandi verkefni en fram til þessa hef ég staðið mig ansi vel, ekki satt?

Gera mína fyrstu time lapse eða stop motion myndaseríu og fá mér í þeim tilgangi þrífót á Rebelinn minn og kannski fjarstýringu: Tékk! Er búin að gera þrjú stop-motion myndbönd. Er auk þess komin með þrífót sem ég fékk að gjöf og fjarstýringu. Nú er mér ekkert að vanbúnaði að halda áfram tilraunum. Spennandi tímar framundan með nýjar græjur!

Heimsækja allavega eitt nýtt land á árinu: Tékk! Heimsótti Finnland í fyrsta sinn á árinu og Svíþjóð í sjötta sinn. Mér sýnist á öllu að Svíþjóð sé það land sem ég hef heimsótt oftast á ævinni, og þétt á eftir fylgir Frakkland með fimm heimsóknir.

Lesa The Course in Miracles: Nei og já. Hlóð bókinni inn á mp3 spilarann og hlustaði á fyrstu blaðsíðurnar en síðan ekki meir.

Taka a.m.k. mánaðarnammibindindi og huga meira að hráfæðinu: Tékk! Tók 5 vikna bindindi í febrúar-mars og fimm vikna í apríl-maí og þriðja í maí-júní. Mér sýnist þetta stefna í lífsstíl, léttara líf án sælgætis haha! Hráfæðið kom svo sterkt inn í sumar með salötum og smoothies.

Lesa fimm klassísk bókmenntaverk: Tékk! Las Adventures of Alice in Wonderland eftir Lewis Carrol, A Tale of Two Cities eftir Charles Darwin, Frankenstein eftir Mary Shelley, Les Misérables eftir Victor Hugo og Of Mice and Men eftir John Steinbeck.

Ganga hringinn í kringum Lovund - það væri líka gaman að fara upp á fjallið en það verður ekki neitt sem ég ætla að lofa mér eða öðrum að gera: Tékk og tékk! Gekk hringinn í kringum Lovund og gerði því góð skil  í þremur bindum, hér og hér og hér OG ég fór á toppinn. Sönnunin fyrir því er vitnisburður Baldurs og Olla, eiðsvarinn að sjálfsögðu, en svo tókum við líka myndir og ég skrifaði heil ósköp um ævintýrið hér.

Byrja að hugleiða aftur: Tékk!

Skrifa smásögu: Skipti út þessu markmiði fyrir þetta: skrifa skáldsögu. Tók þátt í NaNoWriMo í nóvember (National Novel Writing Month) og skrifaði og skrifaði eins og enginn væri morgundagurinn. Verst að þetta voru margir inngangskaflar að mörgum ólíkum og ótengdum sögur! Iss, smáatriði.

Kraftganga reglulega og lyfta lóðum í litla gymminu: Já já, þetta með gönguna gekk vel eftir. Gekk svona 5-6 km daglega, stundum meira, sérstaklega í fallega haustveðrinu í Reykjavík. Rekur samt ekki minni til þess að hafa lyft svo mikið sem einu lóði, né þá að hafa farið yfirhöfuð í gymmið. Náttúran er mitt einkagymm.

Aukamarkmiðin:

- kaupa mér nýja jógadínu og fá hana senda á eyjuna: Tékk!
- kaupa mér upptökuvél og safapressu: Nei.
- horfa á Star Wars myndirnar: Nei. Big deal!
- lesa allar bækurnar sem ég fékk í jóla- og afmælisgjafir, og Baldurs líka: Tékk! Eða hvað?
- hlusta á Neil Young og Bítlana: Tékk á Neil Young.
- vera tímanleg í gjafakaupum: Tékk að mestu leyti.

Ah, mikið var þetta gott! Held ég geri svona lista bara aftur. Hann er reyndar búinn að vera í smíðum síðan snemma á síðasta ári svo það ætti ekki að vera mér neitt Grettistak að rumpa honum af.

Takk 2012, mikið sem þú varst óvenjulegt og skemmtilegt, og já bara óvenjuskemmtilegt ár!

fimmtudagur, 3. janúar 2013

Gamlárskvöld og nýtt ár 2013

Gleðilegt nýtt ár 2013!

Við áttum yndisleg áramót með nokkrum fjölskyldumeðlimum, nánar tiltekið Pétri afa Baldurs, Ernu frænku Baldurs og Kunsang eiginmanni Ernu. Dóttir þeirra Stella var líka með í góða félagsskapnum.

Við elduðum ofnbakaðan saltfisk með hvítlauk og engifer í léttum tómatlegi og bárum fram með kartöflubátum. Erna og Kunsang útbjuggu dýrindis salat og sjálf sá ég um desertinn, sem ekki var af verri gerðinni því hann var hvorki meira né minna en kókos Pavlovan yndislega.

Að mat loknum kíktum við út á brennuna við Arnarnesvog. Það er orðið svo langt síðan ég kíkti síðast á brennu að ég var spennt eins og lítill krakki. Það var svolítið kalt á leiðinni út eftir en svo fóru augnhár og önnur andlitshár brátt að sviðna, eða svona næstum því! Bálið var nefnilega stórt, bjart og ansi heitt.

Við horfðum á Áramótaskaupið, fórum út og horfðum á flugeldana glæða himininn sínum litum á slaginu tólf, kysstumst og knúsuðumst og þökkuðum fyrir árið sem var að líða. Fórum svo sátt í háttinn seint og um síðir.

Myndirnar fá að lýsa stemmningunni!

Gamlárskvöld

Pavlova í eftirrétt

Mynd af mynd

Brenna í Garðabæ

Máninn hátt á himni skín

Untitled

Untitled

Hreindýr á flótta

Andlit í eldi

Eldstunga

Untitled

Untitled

Saman á áramótum

Untitled

Untitled

Untitled

Grænn hafflötur á nýju ári

Untitled