föstudagur, 30. maí 2003

Búin á því

Þetta verður stutt og laggóð færsla. Ég var að skila BA ritgerðinni minni rétt í þessu. Það þýðir að ég get aftur farið að lifa lífinu, látið sjá mig á götum úti og hætt að hugsa um fólksflutninga og innflytjendur!

Jeremías hvað ég er fegin að þessu er lokið. Nú verð ég glöð og sæl til æviloka :)

mánudagur, 19. maí 2003

Vorprófum lokið

Já nú eru þau búin vorprófin og er það vissulega léttir. Það dugar þó ekki að slá slöku við því þannig verða menn aumingjar.

Þar sem ég get ómögulega hugsað mér að tilheyra áðurnefndum hópi er ég byrjaður að lesa fyrir sumarprófin, enda ekki seinna vænna ef maður ætlar að leggja Bretagne undir fót í sumar.

þriðjudagur, 6. maí 2003

Seinasta próf BA námsins

Þá er seinasta prófinu mínu í BA náminu lokið og ég er því frjáls eins og fuglinn minn.

Þetta var próf í námskeiðinu Þjóðernishyggja og þjóðernisátök innan stjórnmálafræðinnar þar sem við lærðum um kenningar um þjóðernishyggju og átakakenningar ásamt því að lesa um átökin í N-Írlandi, fyrrum Júgóslavíu og Tétsníu. Það var ansi fróðlegt að átta sig loksins á því hvað er að gerast á þessum vígstöðum.

Ég kveið reyndar prófinu lítillega því ég hef ekki tekið próf í stjórnmálafræði áður en þetta gekk ljómandi vel. Ég er þó ekki alveg komin í sumarfrí enn því ég á eftir að leggja lokahönd á BA ritgerðina sjálfa.