þriðjudagur, 6. maí 2003

Seinasta próf BA námsins

Þá er seinasta prófinu mínu í BA náminu lokið og ég er því frjáls eins og fuglinn minn.

Þetta var próf í námskeiðinu Þjóðernishyggja og þjóðernisátök innan stjórnmálafræðinnar þar sem við lærðum um kenningar um þjóðernishyggju og átakakenningar ásamt því að lesa um átökin í N-Írlandi, fyrrum Júgóslavíu og Tétsníu. Það var ansi fróðlegt að átta sig loksins á því hvað er að gerast á þessum vígstöðum.

Ég kveið reyndar prófinu lítillega því ég hef ekki tekið próf í stjórnmálafræði áður en þetta gekk ljómandi vel. Ég er þó ekki alveg komin í sumarfrí enn því ég á eftir að leggja lokahönd á BA ritgerðina sjálfa.

Engin ummæli: