föstudagur, 28. febrúar 2014

Hvítkálssúpa með hvítum baunum

Hvítkáls + hvítbaunasúpa
 
Hér er á ferðinni ekta vetrarsúpa, kjörin fyrir köld febrúarkvöld. Sú sem setti út uppskriftina mælti með því að saxa allt grænmetið fínt og þó það sé svolítil handavinna þá mæli ég líka með því. Þannig eldast grænmetið hraðar og í hverjum munnbita fær maður smakk af öllu góðgætinu.

Ég fann uppskriftina á síðunni FOOD52.

HVAÐ

2 msk matarolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 meðalstór gulrót, fínt skorin
2 sellerístilkar, fínt skornir
1 blaðlaukur (aðeins hvíti + ljósgræni hlutinn), fínt skorinn
1 tsk óregano
1 kvistur af rósmarín, laufin hökkuð
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk tómat purée
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 l. grænmetissoð
1/2 hvítkálshöfuð, fínt skorið
2 bollar hvítar baunir (forsoðnar)
1 handfylli steinselja, söxuð
salt + pipar

HVERNIG
1. Hitið olíuna í stórum potti við meðalhita. Bætið við lauk, gulrótum, sellerí og blaðlauk og hrærið. Steikið þar til laukurinn hefur mýkst, u.þ.b. 5 mín.
2. Bætið tómat purée, óreganói, rósmaríni og hvítlauki út í. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og óreganóið og hvítlaukurinn eru farin að ilma. Saltið og piprið.
3. Bætið tómötum í dós út í ásamt grænmetissoðinu og hrærið saman. Látið súpuna ná suðu og bætið þá hvítkálinu út í. Leyfið súpunni að malla í 15-20 mín.
4. Bætið hvítu baununum útí og látið suðuna koma upp aftur. Bætið saxaðri steinselju við,  hrærið saman við. Smakkið súpuna til. Berið fram heita.

Eins og með allar súpur er kjörið að bera gott brauðmeti fram með þessari súpu.

mánudagur, 24. febrúar 2014

Helgarpistillinn

Við lágum enn upp í rúmi á laugardagsmorgninum þegar kurr úr skógardúfum barst inn um gluggann. Fyrir mér á dúfukurr heima á heitum júlímánuði svo ég stökk næstum því framúr til að sjá hvort við hefðum sofið veturinn og vorið af okkur.

Síðar um daginn sáum við íkorna skottast yfir garðinn og spæta hafði hengt sig á tré og var í góðum gír að gogga sér leið inní bolinn. Er að koma vor eða hvað? Febrúar er brátt liðinn svo maður má vissulega byrja að vona.

Ég byrjaði helgina á því að fara í föstudagsjóga hjá Baldri (forskot á helgarsæluna) og hafði gaman af því að sjá hvað hann er mikil rockstar meðal þeirra sem mæta í tímana hans. Um kvöldið horfðum við á Murder, She Wrote og við vorum eiginlega sammála um að þeir þættir eru bara ekki nærri því eins góðir og Midsomer Murders.

Ég notaði þessa síðustu helgi mánaðarins til að lesa góða bók sem ég get mælt með fyrir þá sem hafa gaman af velskrifuðum og velstíluðum spennu/draugasögum með sterku sögusviði. The Winter People eftir Jennifer McMahon, folkens! Ég bakaði líka kryddköku og smurði hverja sneið með syndsamlega þykku lagi af feitu smjöri.

Á laugardaginn höfðum við adukibaunaborgara sem við áttum í frystinum. Baldur stóð bograndi yfir frystinum á meðan hann gramsaði í frystivörunni. Hann dró fram pakkningu sem hann vissi ekki hvað var en þegar hann sá að þetta voru gamlir kjúklingabaunaborgarar sem eru búnir að vera lengi í frystinum sagði hann. "Þetta eru eldri borgarar." Eru ekki allir með eldri borgara í fyrstinum sínum? Bara við?

Ég kenndi jóga á sunnudeginum og til að hafa kvöldmatinn alveg í stíl eldaði ég indverska rauðlinsusúpu. Og svo fékk ég fótabað og nudd af því það var konudagur!

Síðasta helgin í febrúar liðin!

Góð bók
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Nýjabrum
 
Untitled
 
Alltaf í vinnunni
 
Untitled
 
Untitled
 
Fótabað
 
Blóðappelsína
 
Avókadósamloka
 
Kryddkaka
 
Talið niður!
 
Rauð linsusúpa

föstudagur, 21. febrúar 2014

Myndir frá vikunni sem leið

Eldamennska
 
Súpa á mánudegi
 
Febrúarhiminn
 
Göngutúr í bjartviðrinu
 
Untitled
 
Boginn
 
Untitled
 
Súpa á mánudegi
 
 
Baldur spilar á gítarinn
 
Ræktin
 
Ræktin
 
Föt á nýju frænku
 
Föt á nýju frænku
 
Vetrarólympíuleikarnir í Menu
 
Vetrarólympíuleikarnir í Menu
 
Untitled
 
Vinnan
 
Untitled
 
Nýbakaðar
 
Spínat-cheddar möffins - uppskrift væntanleg!
 
Untitled
 
Snjókoma á fimmtudegi
 
Untitled
 
Snjókoma
 
Febrúarhiminn
 
Vetur
 
Heima
 
Untitled
 
Eldamennska
 
Kvöldmatur
 
Spínatmúffa

mánudagur, 17. febrúar 2014

Valentínusarhelgin

Myndskreytt frásögn í fáum orðum:
 
Valentínusarhelgi
 
Ég var inní eldhúsi að skera niður eggaldin þegar allt í einu er barið að dyrum.
 
Valentínusarhelgi
 
Ég fer til dyra og þegar ég lýk upp hurðinni heilsar mér þessi falleg blómabreiða.
 
Valentínusarhelgi
 
Á stigaganginum okkar búa álfar og ég náði einmitt mynd af einum.
 
Valentínusarhelgi

Pour moi?
 
Valentínusarhelgi

Blómin rötuðu í fangið á mér.
 
Valentínusarhelgi

 Og síðan rötuðu þau á veisluborðið.

 
Valentínusarhelgi
 
 
Valentínusarhelgi
 
Um helgina snjóaði
 
Valentínusarhelgi
 
Þá útbjuggum við súpereinfalda samloku: Grænt pestó á brauð, ostur, papríka og spínat. Í grillið þar til osturinn er bráðinn. Nammi namm.