fimmtudagur, 20. júní 2013

Jógaherbergið

Nei vá, sjáið hvað við fengum!

Nýtt jógaherbergi! Með morgunbirtu og öllu. Og grænni plöntu til að gera jógað grænna.

Appelsíngula birtan sem lýsir upp herbergið er eins og sjálf uppljómunin (eða af hverju skildu sadúarnir annars allir ganga í appelsínugulum kirtlum - þeir sem á annað borð eru klæddir og ekki bara berrassaðir?)

Geri einmitt fastlega ráð fyrir að ná henni (þ.e. uppljómuninni) hér í þessu herbergi, á þessari mottu, á næstu dögum jafnvel.

Engin pressa samt. Bara dóla mér.

Nýja jógaherbergið

Engin ummæli: