mánudagur, 8. maí 2006

Sumartiltekt

Það er svo brjálæðislega gott veður núna að maður þarf reglulega að koma inn af svölunum til að kæla sig. Í svona veðri sér maður ekki fram á að kuldi geti nokkurn tíma truflað mann framar svo ég ákvað að nýta kælipásurnar í sumartiltekt.

Sumartiltekt felur í sér að allar flíkur eru teknar úr skápum og settar í flokkinn vetrarflík eða sumarflík. Öllum stórum kápum og úlpum er hent á gólfið, pokinn með vettlingum, húfum og treflum tæmdur þar yfir, öllum þykkum peysum pakkað efst í skápinn á meðan stuttermaflíkur eru dregnar fram og þeim haganlega komið fyrir á besta stað.

Það sem nú er eftir af sumartiltekinni er að þvo vetrarnotkunina af vettlingum, húfum og treflum og pakka þeim ásamt úlpum og kápum í stóru ferðatöskuna. Þegar þessu verður lokið á forstofan eftir að verða mun rýmri og sumarflíkurnar í skápunum mun aðgengilegri. Ég er svo bjartsýn á að bráðum komi ekki betri tíð.

Engin ummæli: