sunnudagur, 18. september 2005

Enn bætist vid

Vid viljum bara vekja athygli ykkar elskulegu lesenda á thví ad vid erum enn ad bæta vid færslum frá 1. ágúst og til dagsins í dag (erum komin ad 1. sept.). Munid thví ad skrolla nidur fyrir thessa færslu til ad sjá færslurnar sem birst hafa undanfarna daga.

Vid eigum enn eftir ad birta ca. 12 færslur fyrir septembermánud og komum til med ad setja thær á síduna á næstu thremur døgum. Eftir thad færast færslubirtingar í edlilegt form og ekki verdur lengur thørf á thessu skrolli fram og til baka - vid hløkkum til thess. Hej, hej i bili og ha' det godt.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið verk og skemmtilegt var að lesa allar þessar nýju færslur og skoða allar þessar myndir. Glæsilegur er skólinn Baldurs- hef ég aldrei séð annan eins skóla- reyndar orðin meira en hálf öld síðan ég sótti svoleiðis stofnanir.

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ rosa gaman að lesa færslurnar, maður kemst inní annann heim við að lesa þetta allt. Maður kynnist landinu í gegnum ykkur ; ) Keep on the good work, kv María í snjókomunni á Bifröst

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með útrás ykkar, ég er sjálf að dekra við barnabörn í Vancouver allan septembermánuð og reyni að gera eitthvað af viti þess á milli. Eldri sonardóttirin kynnti fyrir mér "bubble tea" sem fæst víða í asískum sjoppum hér, sem er ávaxtakrapi með tei og kúlum sem líkjast risastórum sagógrjónum. Borgarbókasafnið hér í bæ er frábært og ég nota líka tækifærið að kaupa mér bækur, notaðar og nýjar, gegnum amazon og abebooks.com, og sleppa þannig við öll gjöldin sem eru lögð á svoleiðis heima.

Nafnlaus sagði...

Ég tek heilshugar undir með síðasta ræðumanni

Nafnlaus sagði...

sammála síðustu tveimur ræðumönnum ; )kv. María

Nafnlaus sagði...

heyr, heyr!

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar, gaman ad fá hópthrýsting á okkur, vid førum ad henda inn nýjum færslum hvad úr hverju. Knús í krús :)