fimmtudagur, 25. ágúst 2005

Þreyti próf

Nú tekur að líða að lokum þessa dönskunámskeiðs sem ég hef sótt undanfarnar þrjár vikur. Þessi tími hefur verið dásamleg endurupplifun á unglingsárunum með sínum dönskukennslustundum, dönskustílum og dönskuhlustunaræfingum. Skóladagurinn hefst kl. 9 og honum lýkur kl. 12:30 og þá er maður frjáls fram eftir degi eða þar til kemur að því að sinna heimanáminu en það tekur yfirleitt ekki meira en 30 mínútur.

Þessi stundaskrá hefur fært mig inn í ansi þægilega rútínu en nú sér fyrir endann á henni í bili því síðasti skóladagurinn er á morgun. Við í bekknum tókum nefnilega próf í dag og á morgun er síðan "útskriftin". Mér finnst ég vera að endurupplifa menntaskólaárin út í gegn og fíla það í tætlur.

Engin ummæli: