Seinasta daginn okkar í París fórum við í fjögurra tíma göngutúr um borginna með hópi annarra ferðamanna. Leiðsögumaðurinn okkar sýndi okkur sjarmerandi hliðargötur sem maður annars hefði ekki rambað á, benti okkur á leyniinngang að Louvre safninu og fræddi okkur um blóðugt brúðkaup úr sögu borgarinnar sem var eins og beint upp úr Game of Thrones. Og hún kenndi okkur að segja Champs Elysées sem var ansi gagnlegt.
Eftir gædaða túrinn gerðum við okkur ferð í Lúxemborgargarðinn sem mig hefur langað að sjá síðan ég las Les Misérables. Við settumst á sólbekk rétt eins og hinir gestir garðsins og sóluðum okkur í síðdegissólinni. Ég sá fyrir mér Jean Valjean og Cosette ganga arm í arm um garðinn.
Frá garðinum röltum við síðan inn í Mouffetard hverfið og þar fundum við nýja creperie á rue du Pot de Fer. Við nældum okkur í smá kvöldsnarl sem samanstóð af bragðgóðri gallette, salati og kóladrykknum Breizh cola, sem kemur frá Bretaníu. Að sjálfsögðu fengum við okkur síðan crêpe í eftirrétt.
Við kíktum því næst í kvöldsiglingu á Signu og sáum Eiffelturninn lýsast upp í náttmyrkrinu. Við enduðum kvöldið, og Parísarheimsóknina, á því að ganga um svæðið í kringum Notre Dame og hlusta á tónlistarmenn sem höfðu komið sér fyrir á Pont Notre Dame og blésu þar í saxafón og spiluðu á rafgítar.
Yndisleg Frakklandsferð í alla staði og París stendur alltaf fyrir sínu.
þriðjudagur, 29. apríl 2014
mánudagur, 28. apríl 2014
Eiffel turninn & annar í afmæli!
Í gær hittum við vini okkar sem búa í París, þau Claire og Yoann. Við kynntumst á Indlandi, í brúðkaupi sameiginlegra vina okkar, þeirra Valery og Puspu. Það var fyrir rúmum þremur árum svo það var alveg kominn tími á endurfundi. Því miður voru vinir okkar Naomi og Flo ekki á landinu ellegar hefðum við heilsað upp á þau líka.
Hins vegar hittum við fjölskyldu Claire. Þau buðu okkur í mat til sín og þar var haldið upp á afmæli Yoann, og í leiðinni upp á afmælið hans Baldurs! Annar í afmæli! Eftir ríkulegan hádegismat, þar sem mamma Claire bar fram handa okkur graskerssúpu, grænmetissrétt og tvær tertur í eftirrétt, héldum við aftur niður í bæ þar sem við:
- Heimsóttum Le musée du quai Branly (trop cool)
- Smökkuðum churros í fyrsta sinn (jei)
- Skoðuðum Eiffel turninn og tókum túristamyndir (en ekki hvað?)
- Borðuðum gallette í kvöldmat (en ekki hvað?)
Hins vegar hittum við fjölskyldu Claire. Þau buðu okkur í mat til sín og þar var haldið upp á afmæli Yoann, og í leiðinni upp á afmælið hans Baldurs! Annar í afmæli! Eftir ríkulegan hádegismat, þar sem mamma Claire bar fram handa okkur graskerssúpu, grænmetissrétt og tvær tertur í eftirrétt, héldum við aftur niður í bæ þar sem við:
- Heimsóttum Le musée du quai Branly (trop cool)
- Smökkuðum churros í fyrsta sinn (jei)
- Skoðuðum Eiffel turninn og tókum túristamyndir (en ekki hvað?)
- Borðuðum gallette í kvöldmat (en ekki hvað?)
sunnudagur, 27. apríl 2014
Afmælisdagur í París
Hann á afmæl' í dag, hann á afmæl' í dag,
hann á afmæl'ann Baldur,
hann á afmæl' í dag!
Eftir afmælismorgunverð upp á rue Jean-Baptiste-Pigalle fórum við á stúfana. Tókum metróið niður á Les Halles og þaðan gengum við yfir á Ile de la cité. Á þeirri smáu eyju stendur hvorki meira né minna en Notre Dame de Paris. Þar fyrir framan er point zero sem er hin opinbera miðja Parísarborgar. Tróðum okkur að sjálfsögðu á þann litla blett og tókum myndir.
Frá Notre Dame röltum við yfir Pont de l’Archevêché þar sem allir ástarlásarnir hanga þungir á handriði brúarinnar. Þaðan sést baksvipurinn á Notre Dame sem er ekki síðri. Þessi kirkja er bara æði.
Tókum síðan stefnuna á Le Marais (mýrina) og skoðuðum í búðum, borðuðum falafel og ís og makkarónur. Tókum eftir það metróið upp að Sigurboganum og gengum niður Champs Elysees. Fengum okkur fleiri makkarónur (!) en að þessu sinni frá Pierre Hermé.
Afmælisdagurinn endaði á ítölskum veitingastað upp í 9. hverfi. Mozzarella di buffala óskaði afmælisbarninu til hamingju með daginn.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)