Í dag fórum við í brúðkaup Einars og Sólveigar sem haldið var í Skálanum á Hótel Borg. Það var ágætisveisla og við óskum brúðhjónunum hjartanlega til hamingju. Það er farið að skína í bumbuna á Sólveigu og þetta verður áreiðanlega myndabarn.
Við stoppuðum ekki mjög lengi enda var okkur boðið út að borða seinna um kvöldið. Andri brósi átti nefnilega afmæli, varð 19 vetra, og pabbi bauð okkur öllum á Pizza Hut. Það er alltaf jafn mikið að gera þar og alltaf lendum við í einhverju smá veseni. Þetta var samt mjög kósý og eftir á tóku strákarnir ræmu, Oh brother where art thou?, sem við gláptum á. Myndin kom á óvart og við mælum með henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli