Frídagur í dag eins og alla föstudaga (þ.e frá skóla). Er búin að hamast við að klára heimasíðuna, það væri gaman að geta komið henni á netið þann 1. okt. Annars hef ég ekki beinlínis efni á að hangsa svona fyrir framan tölvuna, ég þarf að lesa upp heilan helling, ég er enn þá langt á eftir námsáætlun í tveimur fögum.
Ég er reyndar alls ekkert ein um það, allir sem ég hef talað við eru á sama máli, enginn byrjaður að lesa og við erum sammála um að þessar tafir sem eru á að fá námsefnið hafi dregið úr manni mestan kraftinn. Við erum t.d. ný búin að fá heftin fyrir Samræður við samfélagið, fengum það eftir 3 vikna bið. Ég held að það sé ekki heil brú í þeim sem sjá um Háskólafjölritun, þeir eru dýrastir og lélegastir, hvað eru kennarar að pæla að leita til þeirra!??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli