Í dag var fyrsti dagurinn okkar í liðveislunni. Við veittum ungum dreng liðveislu, hann er framheilaskaðaður og þarf talsverða hjálp en hann hefur víst tekið ótrúlegum framförum. Við erum enn að bræða með okkur hvort við tökum hann að okkur.
Annars má Baldur ekki við mikið meiri vinnu eins og er, með 100% í ÍE og síðan aðra hverja helgi hjá Mogganum. Ég ætla nú líka að fara að standa mig í stykkinu, ég fer með umsókn upp í skóla á morgun varðandi það að gerast mentor með grunnskólabarni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli