Í dag gerði ég svolítið alveg nýtt, ég fór nebblea á kajak með pabba. Við rerum út Fossvoginn þar til við komum út fyrir gömlu ruslahaugana á Kársnesinu. Svo rerum við til baka og alveg að fjörunni fyrir neðan Fossvogsnesti við ósa skítalæksins og svo aftur inn í Nauthólsvík.
Það er svolítið erfitt að útskýra þetta svona og gæti verið að mörgum þyki þetta óspennandi en þá er bara að prófa. Ég mæli með því ef fólk er stressað eða þreytt að skella sér í góðan róðrartúr til að hlaða batteríið aftur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli