Ég hélt kynningu í Mannfræðikenningum II í dag þar sem ég kynnti ritgerðina mína í þeim áfanga. Ég er nýbyrjuð á henni og er að skrifa um mannfræði líkamans. Ég veit ekkert um þetta efni en það tengist áfanganum sem fjallar um kenningar eftir 1950. Ætli ég skrifi ekki um sögu líkamans í mannfræði, hvenær menn fóru fyrst að velta honum fyrir sér og sjá hver tengslin eru þarna við tvíhyggju, þríhyggju o.s.frv. Það er alveg ferlega erfitt að finna heimilidir um þetta efni og Bókhlaðan er alltaf jafn fátæk af bókum. Sem dæmi get ég nefnt að ég fann eina bók sem er alveg kjörin og heitir Anthropology of the Body en sú er í láni til maí á næsta ári! Ekki þarf að nefna að þetta er eina eintakið sem til er...
Baldur var veikur heima í gær en var samt nógu fríkur til að ryksuga alla íbúðina, gefa strákunum að borða og elda besta hrísgrjónagraut sem ég hef nokkur tíma fengið. Svo segist hann hafa verið latur í dag....ég held að hans skilningur á því orði fari ekki alveg saman við hina félagslega samþykktu skilgreiningu á orðinu leti.
Í gær var stór dagur fyrir litla Bjart, hann opnaði augun í fyrsta sinn og núna staulast hann markvissara áfram á litlu kanínufótunum en áður þegar hann sá ekkert hvert förinni var heitið. Rúdólfur hlýtur að hafa sagt við sjálfan að hann væri enginn eftirbátur Bjarts og til að sanna það opnaði hann augun í fyrsta sinn áðan. Það urðu mikil fagnaðarlæti hér á heimilinu en ég veit ekki hversu hrifnir þeir sjálfir eru, þeir sofa allan daginn. Aðrir fjölskyldumeðlimir (þ.e. Kisa og Fríða) virðast mjög sáttar við þessa viðbót og Kisa er mjög forvitin, alltaf að sniglast í kringum strákana.
Þyngd og þroski: Báðir búnir að opna augun, farnir að rölta um vistarverur sínar og sofa ekki eins svakalega mikið, Bjartur er núna 104 g og Rúdólfur 64 g.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli