fimmtudagur, 4. október 2001

Nú er tæp vika síðan við gerðumst áskrifendur að Mogganum. Svo er mál með vexti að Baldur er að keyra út Moggann og sem starfsmaður fær hann fría áskrift. Þetta er náttúrulega frábært fyrir okkur, nú þurfum við ekki lengur að gera okkur sérstaka ferð niðrí Mogga til að ná í blessað blaðið. Í fyrsta sinn í langan tíma getum við fylgst með því sem er að gerast í heiminum í kringum okkur, þó með þeim fyrirvara að fjölmiðlar (mjölfiðlar) eru ósköp hlutdrægir og því ber að taka öllu sem frá þeim kemur með huga fullum af efasemdum.

Þessum Mogga-plús fylgir þó einn löstur sem við höfðum ekki séð fyrir, heimilið er á hraðleið með að fyllast af blöðum og pappír! Þetta var viðráðanlegt þegar við fengum bara Fréttablaðið í gegnum lúguna, þann blaðsnepill var hægt að nota undir kattasandinn og í hamstrabúrið (ekki dettur okkur í hug að leggja þennan sora okkur til lesturs) en nú er svo komið að hvorki kisa né hamsturinn ráða við að skíta og míga á öll þessi blöð. Við stöndum því frammi fyrir ákveðnum vanda og enn sem komið er sjáum við aðeins tvær leiðir úr úr vandanum: 1. að fá okkur fleiri ketti og hamstra sem skíta úr blöðin eða 2. henda blöðunum.

Engin ummæli: