þriðjudagur, 13. nóvember 2001

Appelsínur og negull

Jæja, þá er maður aftur mættur til leiks, hressari en fyrir helgi. Ég fékk nefnilega heiftarlegt kvef og þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín þegar ég fæ kvef. Ég má ekki líta í ljós því þá fæ ég kast í augun sem lýsir sér sér í því að það fer að renna úr augunum. Þetta var sérstakleg hvimleitt þegar ég var yngri og á unglingsárunum, ég var alltaf svo hrædd um að fólk héldi að ég væri að grenja!

Við erum búin að hengja fyrsta jólaskrautið upp. Það er appelsína með negulnöglum sem við stungum í hana, síðan var bundið um hana skrautband og hún hengd upp. Ég hef aldrei gert svona áður og finnst þetta skemmtileg viðbót við jólaundirbúninginn.

Það er svo sem lítið annað að frétta fyrir utan það að maður er á kafi í ritgerðavinnu, ég er að gera fjögur stykki í augnablikinu. Eins og er er ég þó mest að fókusa á ritgerðina um leiki barna á Íslandi á 20. öldinni, ég þarf að klára hana helst á morgun eða hinn því síðan ætla ég að taka nokkur viðtöl sem ég þarf að ná að setja inn í ritgerðina.

Ég bað Baldur í gær að minnast á Vefspjallið og fá fólk til að skrifa þar ef það vildi. Hann var mjög kjarnyrtur (a.k.a. stuttorður) þannig að ég ætla að segja það sem ég vildi að kæmi fram:) Málið er að Vefspjallið hefur ekki verið notað mikið og það er synd því þar gætu allir spjallað saman ef þeir kærðu sig um. En málið er að við Baldur eigum náttúrulega að svara þegar einhver skrifar í vefspjallið og það höfum við ekki gert. Stella var náttúrulega fyrst til að vígja vefspjallið og nú loksins er komið svar við því sem hún sagði þar.

Þyngd og þroski: Jæja, nú er orðið langt síðan þið hafið fengið fregnir af strákunum. Þeir halda áfram að tútna út og þeir halda líka áfram að vera stelpu kanínur. Allavega erum við farin að halda að um tvær stelpur sé að ræða eins og ég hef áður sagt. Það verður þá bara að hafa það en ef þetta eru í raun og sann stelpur verða þær áfram Bjartur og Rúdólfur og ganga áfram undir nafninu strákarnir.

Nóg um það, Bjartur er núna 258 g og Rúdólfur 226 g. Þeir hafa mikla þörf fyrir hreyfingu og hoppa um allt þetta litla hamstrabúr. Baldur ætlar að koma heim með stóran pappakassa úr vinnunni ef hann finnur einn slíkan, þá geta þeir hlupið aðeins litlu skinnin.

Engin ummæli: