Í dag fór ég sérstaklega snemma úr vinnunni svo ég kæmist á dekkjaverkstæði áður en ég skutlaði Ásdísi í skólann. Ég fór jú á dekkjaverkstæðið og skutlaði Ásdísi í skólann, aðeins of seint, en ég lét ekki setja nein dekk undir mekkann.
Það var nefnilega þannig að þegar ég var búinn að bíða fyrir utan í hartnær klukkutíma þá kom að mér en þá hafði ég gjörsamlega ekki tíma lengur. Eftir að hafa skutlað Ásdísi í tíma þá fór ég að lyfta og þegar ég lyfti þá er sko ekkert hálfkák og ég pumpaði og svitnaði og kom út örmagna.
Þá sótti ég Ásdísi í skólann og við fórum að skoða Náralindina sem var nú bara nokkuð fróðlegt sérstaklega frá mannfræðilegu sjónarhorni þar sem hægt er að dvelja langtímum saman inn í hofi Mammons sem er á sama tíma sennilega stærsta frjósemistákn heims. Þetta var nú allt saman gott og blessað.
Loksins þegar við komum heim þá var ég orðinn svo svangur að ég nennti ekki að elda og hafði ekki þolinmæði í annað en brauð með hnetusmjöri en það hefur alltaf verið einn af mínum sérréttum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli