Ég var inni í allan dag að fyrirskipan læknis míns, hans Baldurs (hehe).Hann heimtaði jafnframt að ég svæfi út og því var ekki erfitt að framfylgja. Þegar ég svo vaknaði í morgun leið mér rosalega vel og var stálslegin. Ég fór samt ekki í liðveisluna í dag til að vera ekki að ögra forlögunum því ég má ekki við því að verða veik núna.
Ég hef nefnilega heyrt að þessi pest sem er að ganga leggist á fólks eins og svefnsýki og fólk sefur og sefur og sefur. Þetta hljómar vissulega vel en þegar maður á að skilja ritgerð eftir helgi og á enn eftir að fatta megininntakið í því sem maður er að reyna að koma niður á blað þá held ég að það sé vissara að forða sér frá þessum hrótuvírusi.
Þyngd og þroski: Við erum ekki búin að gefa strákunum spena í dag og því liggja nýjustu þyngdartölurnar ekki fyrir. Í gær var staðan hins vegar þessi: Bjartur var 189 g (hlunkur) og Rúdólfur 157 g (líka hlunkur). Ég fór með Bjartu út í gærkvöld og ætli það hafi ekki verið með fyrstu skiptunum sem hann andaði að sér útilofti. Við hlökkum til að geta farið með þá í labbitúra út í garð en það verður ekki fyrr en þeir eru orðnir stálpaðri.
P.s. Hvernig leyst ykkur á nýja "innganginn" að dagbókinni? Þetta er svona þema hjá okkur, dagbókin í sviðsljósinu:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli