Ég hitti Karitas í dag og við brölluðum margt skemmtilegt eins og endranær. Hún sýndi mér köttinn sinn sem er ansi mikið kettlingafullur. Ég held að það sé ekki skynsamlegt að ég kíki á köttinn eftir got miðað við hversu hrifin ég er af kettlingum og miðað við hversu mörg dýr við erum þegar með á heimilinu...
Seinnipartinn í dag, þegar ég var að sækja Baldur, hringdum við í pabba til að spyrja hvort það væri ekki örugglega pizzakvöld og allt það. Pabbi sagðist nú ekki vera með það alveg á hreinu þar sem hann væri í Prag, en sagði okkur að hringja í Andra! Við vorum búin að steingleyma að pabbi færi til Prag þann áttunda. Svo hringdi hann ekkert í okkur áður en hann fór, alveg ferlegt þetta unga lið.
Þyngd og þroski: Strákarnir eru núna hvorki meira né minna en 385 g samanlagt, þar af er Bjartur 209 g og Rúdólfur 176 g.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli