sunnudagur, 16. desember 2001

Harry Potter og viskusteinninn

Við fóru í bíó í gær að sjá jólamyndina okkar í ár, Harry Potter. Það var ferlega skemmtilegt og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Það var helst til hratt farið yfir söguna en ef myndin hefði verið ýtarlegri hefði hún orðið að fjögurra tíma sýningu að minnsta kosti. Hún er reyndar 2 og hálfur tími en maður finnur ekki fyrir því og þegar við komum heim langaði okkur helst að fara að lesa bækurnar. Hlakka til jólanna, það er víst orðinn siður hjá pabba að gefa mér eitt stykki Harry Potter í jólagjöf eða afmælisgjöf (hint hint).

Af persónunum sjálfum vorum við hrifnust af Ron Weasly, hann var þvílíkt skemmtilegur. Stelpan sem lék Hermione var líka góð. Sviðsmyndin var líka frábær, maður vildi helst búa í þessum stóra kastala, náttúrulega fyrir utan þessa drauga, Nearly headless Nick og co.

Híhíhí, Baldur er inn í þvottaherbergi að æfa raddböndin, do-re-mí... nei það er kannski svolítið ýkt, hann er að syngja Ó helga nótt og fleira í þeim dúr. Hann er nefnilega að fara að syngja á tónleikum annað kvöld með Stjörnukórnum hennar Tótu (nú lítur út fyrir að ég viti allt um kóra en það er sko langt frá því að vera satt). Ég missi víst af þeim tónleikum, ég ætla að vera heima að læra undir seinasta prófið. Hvernig meikaði ég fimm próf seinustu önn, mér er bara spur.

Engin ummæli: