miðvikudagur, 12. desember 2001

Stælt veri fólkið!

Í kvöld var mikið heilsukvöld hjá mér. Ég og Biggi fórum að lyfta og tókum nú bara vel á því og þá sérstaklega á blessaðum bíbbanum þó svo að bakið hafi óhjákvæmilega flotið með. Eftir snarpa og góða æfingu drifum við okkur í Laugardalinn en þar er stór og góð sundlaug með pottum í kring og viti menn einn þeirra er heitur. Ég lá þar einn í mauksoðningu meðan Biggi tsjikkenaðist í potti nokkrum sem er ekki heitur pottur en kallast pottur númer þrjú.

Eftir þetta allt saman dreif ég mig heim og eldaði hrísgrjón og hrærð egg sem var borið fram með chilisósu. Það er nefnilega gott að borða hot þegar maður er slappur í hálsinum. Þannig er nefnilega farið með mig að ég er með smá hálseymsli og neyddist til að sleppa kóræfingu í gær (dem). Ég verð þá bara að hitta Jón organista á morgun og fá hjá honum nótur að fimmtán lögum og spólu með svo ég eigi auðveldara með að æfa mig. :)

Engin ummæli: