Í morgun vöknuðum við Ásdís og allt var eins og venjulega. Ég ætlaði að skutla henni í skólann svo að hún gæti mætt í tíma klukkan 9:15. En þegar út er komið þá kemur í ljós að annað framdekkið er vindlaust en um daginn sprakk dekk á sama stað á bílnum og var þetta því varadekkið.
Ég hringi xpress í Bigga eftir að hafa vandræðast eitthvað yfir þessu og við skutlum Ásdísi í skólann (9:45) og reddum dekkjunum. Svo fer ég til læknis og næ svo í Ásdísi sem segir mér einn nokkuð fyndinn brandara sem fjallaði um það að í raun hefði hún ekki þurft að mæta fyrr en klukkan 10:15 það væri á föstudögum sem hún þyrfti að mæta klukkan 9:15. Ég sem stressaði mig svo mikið en það var bara ágætt. Kannski var þetta áminning um að maður eigi að leggja tímanlega af stað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli