Jæja, þá er skólinn byrjaður eina ferðina enn. Nú er þó öldin önnur, öll skyldunámskeið að baki og nú hef ég frjálsar hendur til að velja þau námskeið sem ég hef áhuga á. Ég fór í gær í tíma í þjóðernishópum, lofar góðu. Í dag fór ég síðan í Gelískar þjóðsögur og siði í þjóðfræðinni hjá Terry Gunnell og það er ferlega spennandi. Annars verð ég svo stressuð þegar ég sæki tíma hjá þjóðfræðinni, þetta er einhvernveginn svo ólíkt mannfræðinni, þá meina ég sko uppsetningu námsefnis en ekki endilega innihald þess.
Annars erum við á leiðinni í bíó núna, 10 mínútur í sýningu að sjá Jalla! Jalla!, sænsk mynd sem Balli heimtar að sjá. Eftir að hafa séð eina góða sænska mynd þá er hann bara húkkt, einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli